Þessa vikuna er fótbolti í íþróttum hjá öllum bekkjum. Við eigum rosalega marga flotta fótboltakrakka sem æfa með KFR svo það er óhætt að segja að það sé mikil kátína með þemað að þessu sinni.
Hér má sjá myndband af 3. bekk sem tekið var í íþróttatíma dagsins. Um 8 ára börn er að ræða og þrátt fyrir ungan aldur var ekkert gefið eftir. Tíminn byrjaði á upphitunarleik, næst æfðu nemendur sendingar og skot og voru síðustu mínútur kennslustundarinnar nýttar í að keppa.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað