Í liðinni viku var dansvika í skólanum. Danskennarinn Silja Þorsteinsdóttir frá Selfossi kom til okkar og kenndi öllum bekkjum skólans dans í eina kennslustund alla daga vikunnar. Danskennslan gekk ljómandi vel og erum við öll í skýjunum yfir gleðinni sem henni hefur fylgt. Í lok vikunnar var haldin glæsileg danssýning sem aðstandendur voru velkomnir á. Mikill fjöldi gesta mætti á sýninguna og höfðu allir gaman af.
Við þökkum Silju danskennara kærlega fyrir frábæra viku og ykkur kæru aðstandendur fyrir að mæta á sýninguna.
Hér má sjá myndir frá liðinni viku og myndbönd frá sýningunni
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað