Lið Grunnskólans Hellu keppti í undankeppni Skólahreysti í gær þann 18. apríl og bar sigur úr bítum í sínum riðli. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram þann 25. maí næstkomandi.
Það hefur verið magnað að fylgjast með undirbúningnum hjá keppendum síðustu mánuði en öll hafa þau lagt mikið á sig og toppað sig hvað eftir annað. Frábærar fyrirmyndir fyrir komandi keppendur en framtíðin er sko sannarlega björt hvað varðar skólahreysti í skólanum okkar.
Það var mikil stemmning fyrir keppninni hjá öllum nemendum skólans en gærdagurinn allur einkenndist af gleði, samkennd, samvinnu og auðvitað rauða litnum. Nemendur 7. - 10. bekkjar hófu undirbúning strax um morguninn og var kringlunni okkar breytt í förðunar og hárgreiðslustofu á einu augabragði þar sem allir hjálpuðust að.
Hér má sjá fullt af myndum frá deginum
-EH
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað