Frábær fyrsti tími í útivistarvali

Það er fátt meira gefandi en að vera úti í góðu veðri og það er óhætt að segja að veðrið hafi heldur betur leikið við nemendur útivistarvalsins í gær. Sólin skein og hitinn var í kringum 15 gráður þegar þau gengu meðfram fallegu ánni okkar og enduðu á að spreyta sig á staurunum góðu. Myndirnar tala sínu máli.

-EH