Í dag þann 7. desember var jólasöngstund í skólanum okkar.
Allir nemendur og starfsfólk skólans auk elstu barna leikskóla og nokkurra starfsmanna komu saman í kringlu skólans.
Valgerður stýrði söng, Kristinn Ingi spilaði á gítar og Steini Darri á trommur.
Það er óhætt að segja að jólaandinn hafi svo sannarlega fyllt gulu kringluna okkar. Nemendur tóku vel undir í öllum lögum og klöppuðu á milli laga fyrir sér og hljóðfæraleikurum.
Eftir síðasta lagið brutust út mikil fagnaðarlæti þar sem nemendur klöppuðu saman höndum og hrópuðu meira, meira. Hljómsveitin tók að sjálfsögðu vel í það og tók annað lag.
Þau Vilhelm Bjartur 2. bekk og Maria 1. bekk fengu það hlutverk að halda á aðventukertum fyrir framan hópinn. Þau voru afar stolt af sínu hlutverki og sungu að sjálfsögðu með í öllum lögum.
Ótrúlega vel heppnuð og kærkomin jólasamvera á aðventunni.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað