Mikil stemmning er fyrir skólahreysti í skólanum okkar. 20 nemendur af elsta stigi eru skráðir í skólahreystivalið en einnig er boðið upp á skólahreystival á miðstigi sem er líka vel sótt.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þá félaga Braga 10.bekk og Indriða 9. bekk.
Bragi byrjaði að mæta á skólahreystiæfingar þegar hann var í 8 bekk, á þeim tíma gat hann ekki tekið neina einustu dýfu. Í dag getur Bragi tekið 24 dýfur og er nú farinn að æfa með þyngd til að auka styrk sinn enn frekar.
Indriði byrjaði líka að æfa skólahreysti þegar hann var í 8. bekk þá gat hann tekið 6 dýfur. Í dag tekur hann 50 dýfur og líkt og Bragi er hann farinn að æfa með þyngd.
Þessi tveir eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga og metnað. Skólahreysti er einungis 1x í viku og því fara þeir félagar sjálfir á auka æfingar bæði innan og utan skólatíma. Þess má geta að fleiri nemendur leggja mikinn metnað æfingar svo þið getið beðið spennt eftir frekari fréttum frá skólahreystihópnum.
Til hamingju með ykkur Bragi og Indriði, æfingin skapar svo sannarlega meistarann :)
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað