Eins og flest vita þá er Grunnskólinn Hellu svokallaður Grænfánaskóli. Í upphafi hvers skólaárs eru kosningar í hinar ýmsu nefndir í öllum bekkjum skólans meðal annars í Grænfánanefnd.
Nefndin kemur reglulega saman og skoðar hvað sé vel gert og hvað megi gera betur, skipuleggur viðburði fyrir skólann og fer í vettvangsferðir. Á þessu ári hefur nefndin m.a. farið í plasttínsluferð þann 6. maí síðastliðinn. Þau byrjuðu við Óseyrarbrú og gengu fjöruna milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á þeirri plastmengun sem er í hafinu. Svæðið sem var gengið og plokkað núna var merkt með GPS punktum og er áæltað að heimasækja sama svæði að ári, sjá þróunina og greina svæðið enn frekar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar Grænfánanefndin var að störfum.
Einnig er vert að minnast á að þann 15. maí fór þau Julia og Ómar í 9. bekk á Landshlutafund Grænfánans sem haldinn var á Sólheimum. Þar hlustuðu þau á fyrirlesturinn "Grænfáninn - öflugt tæki í menntun til sjálfbærni".
Umsjónamenn Grænfánanefndar eru þau Magda og Azfar.
Hér má sjá myndir frá vettvangsferðum Grænfánanefndarinnar
-EH
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað