Bærhellan byrjaði í gær. Í ár á hún 10 ára afmæli. Nemendur og starfsmenn skólans sungu saman afmælissönginn og svo fengu allir afmælisköku í tilefni dagsins. Nýr fáni var kynntur til sögunar og var það Alma í 10. bekk sem átti heiðurinn af myndinni sem er á honum. Að þessu loknu fóru allir að vinna á fullu á sínum stöðvum. Í dag var svo unnið hörðum höndum á hverri stöð. Við hlökkum til markaðsdagsins sem verður á fimmtudaginn næsta og stendur yfir frá 11:00-13:00. Hlökkum til að sjá ykkur öll!
Hér má sjá nokkur skemmtileg fréttainnskot og viðtöl frá fréttastofunni:
Viðtöl 1
Viðtöl 2
Viðtöl 3
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað