Nemendur í 5.-10. bekk Laugalandsskóla og Grunnskólans á Hellu sátu í síðustu viku fræðslufund á vegum Kára Sigurðssonar og Andreu Marel sem ber yfirskriftina Fokk me-Fokk you. Fyrirlesturinn fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.
Í fræðslunni var fjallað um sjálfsmyndina og þau vakin til umhugsunar um hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags. Rætt var um hve mikilvægt er að sýna hvert öðru virðingu og virða mörk annarra. Farið yfir hvernig áhrif fjölmiðlar og samskiptamiðlar geta haft á okkur og tekin dæmi úr raunveruleika unglinga. Farið var yfir notkun samfélagsmiðla eins og instagram, tiktok og snapchat svo dæmi séu tekin og rætt um tækifæri og áskoranir sem tengjast samskiptum á slíkum miðlum. Einnig var fjallað um kynferðislega áreitni og stafrænt kynferðisofbeldi.
Þann 2. maí er fyrirhugað að hafa fyrirlestur fyrir foreldra og verður það nánar auglýst síðar en fólk er hvatt til þess að fjölmenna þar sem málefnið er mikilvægt.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað