Nú eru þrír skóladagar að baki skólaárið 2023-2024, skólasetning og tveir kennsludagar.
Það voru glaðir krakkar sem mættu í skólann á fimmtudagsmorgni. Þeir fengu loksins að koma inn í nýju bygginguna sem nú er tekin í notkun. Ekki var annað að sjá en að allir væru hæstánægðir með útkomuna, enda um glæsilegt húsnæði að ræða.
Fyrstu dagana er skólalóðin úti á íþróttavelli. Við höfum verið einstaklega heppin með veður og hafa allir notið þess að vera þar saman í fótbolta, körfubolta, í leikgrindinni, að sippa, í snú snú o.s. frv.
Já, frábærir skóladagar að baki og hlökkum við til framhaldsins.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað