Vorhátíð skólans var haldin þann 3. apríl síðastliðinn. Íþróttahúsið fylltist af kátum nemendum, kennurum og foreldrum sem komu saman til að njóta fjölbreyttra atriða sem bekkirnir höfðu æft af kostgæfni.
Hátíðin hófst með glæsilegum söng frá kór skólans sem söng skemmtilega syrpu af lögum um óþægðarorma. Því næst tóku við fjölbreytt atriði sem innihéldu fjöruga dansa, söngva og leikrit. Að skemmtiatriðum loknum komu allir saman og nutu góðra veitinga sem 10. bekkur og foreldrar þeirra buðu upp á.
Virkilega vel heppnuð vorhátíð og þökkum við öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna.
Hér má sjá myndir frá hátíðinni
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað