Í dag 16. september, á afmælisdegi Ómars Ragnarsson er dagur íslenskrar náttúru. Í tilefni þess fóru allir nemendur og starfsfólk skólans víðsvegar um Hellu til að tína rusl. Auk þess fengu allir nýbakaðar lummur í tilefni dagsins. Eftir það stilltu sér allir upp í grænfánamerkið, ýmist með blá, græn eða hvít höfuðföt til að hægt væri að taka mynd með dróna. Eftir það fengum við Grænfánann afhentan í 6. sinn og erum við að sjálfsögðu afar stolt af því.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað