Í gær fór fram síðasta umferð undanúrslita fyrir úrslitakvöldið í Skólahreysti sem fram fer í kvöld. Fulltrúar Helluskóla, þau Goði Gnýr, Helgi Srichakham, Jóna Kristín og Anna Lísa, tóku þátt í undanúrslitunum og stóðu sig betur en nokkur gat beðið um og báru sigur úr bítum. Þar af leiðandi munu þau keppa til úrslita í kvöld. Sýnt verður beint frá keppninni á RUV og hefst útsending klukkan 19:40.
Við mælum með að fólk setji popp í skálar og hvetji flottu keppendurna okkar áfram!
Hér má lesa frétt um undanúrslitakvöldið: https://www.sunnlenska.is/ithrottir/grunnskolinn-a-hellu-og-floaskoli-i-urslit-skolahreysti/?fbclid=IwAR1K1P1jM4Ytx3cnnTLExJHGAsXFzcznA2SvRtV0ZK1qsLAaoT1vKPdRw48
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað