Grunnskólinn Hellu keppir í Skólaheysti

Grunnskólinn Hellu mun keppa í Skólahreysti í dag klukkan 17:00 og hvetjum við alla til að fylgjast með og senda okkar keppendum góða strauma en sýnt verður beint frá keppninni á RÚV. Keppendur að þessu sinni eru Kristinn Andri og Guðrún Guðnad. í hraðabraut, Davíð Þorsteins. keppir í upphýfingum og dýfum og Unnur Edda í hreystigreip og armbeygjum. Varamenn verða Nathalia Lind og Alexander.

ÁFRAM HELLUSKÓLI!!