Fimmtudagskvöldið 28. apríl mun Grunnskólinn Hellu keppa í Skólahreysti. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 20:00 á Rúv. Keppendur eru Davíð og Jónína – hraðabraut, Veigar Þór – upphífingar og dýfur og Þórhildur Lotta – hreystigreip og armbeygjur. Guðrún og Kristófer Árni eru varamenn.
Ekki má gleyma að nefna stuðningslið Grunnskólans á Hellu en þar munu nemendur 8. -10. bekkjar gegna lykilhlutverki í að hvetja keppendur áfram með trommuslætti, hvatningarhrópum og eintómri gleði.
Við viljum hvetja alla bæði konur og kalla til að horfa á keppnina, ekki síst með yngri nemendum skólans til að ýta undir áhuga komandi keppenda.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað