Eftir miklar umræður um hvort Grunnskólinn Hellu ætti að vera símalaus eða ekki ákváðu stjórnendur að fela skólaráði að kanna hug foreldra og starfsmanna skólans til þeirra mála. Í skólaráði sitja fulltrúar nemenda, foreldra, kennara, annarra starfsmanna og stjórnenda. Lögð var fyrir viðhorfskönnun þar sem spurt var um hvaða útfærsla á breyttum skólareglum hugnaðist fólki best og hvernig útfærslu fólk sæi fyrir sér ef skólinn yrði símalaus. Í ljósi niðurstaðna könnunarinnar og vitundarvakningar varðandi notkun snjalltækja komst skólaráð að þeirri niðurstöðu að notkun snjalltækja í einkaeigu nemenda verði bönnuð í Grunnskólanum Hellu.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað