Þetta haustið var ákveðið að breyta fyrirkomulagi árlegra námsefniskynninga.
Í þeirra stað voru haldnir haustfundir á hverju stigi fyrir sig þar sem nemendur mættu ásamt foreldrum.
Allir sem mættu komu með veitingar með sér og haldið var svokallað Pálínuboð.
Mæting á haustfundina var frábær á öllum stigum og ekki var annað að sjá en bæði foreldrar og börn væru ánægð með þetta nýja fyrirkomulag.
Á meðfylgjandi mynd má sjá miðstigið okkar samankomið en nemendur 6. og 7. bekkjar tóku vel á móti nemendum 5. bekkjar og gáfu þeim heimatilbúin vinabönd.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað