Heimsókn á Slökkvistöðina

Á hverju ári kemur slökkviliðsstjórinn á svæðinu, Leifur Bjarki Björnsson, og heimsækir 3. bekk. Í heimsókninni fer hann yfir eldvarnir á heimilum og hversu oft eigi t.d. að skipta um rafhlöður í reykskynjurum heimilisins og fleira. Í heimsókninni í vetur voru nemendur 3. bekkjar svo áhugasamir að Leifur ákvað að bjóða þeim í heimsókn á slökkvistöðina með vorinu. Það var svo núna, þriðjudaginn 14. maí, sem 3. bekkur fór í heimsóknina og fengu börnin að skoða hvern krók og kima slökkvistöðvarinnar. Að heimsókn lokinni gaf Leifur börnunum sleikjó að gjöf. Við þökkum Leifi kærlega fyrir að taka vel á móti okkur.

Hér má sjá myndir frá heimsókninni sem sló algjörlega í gegn.

-EH