Dagana 8. - 11. janúar komu til okkar 6 nemendur og 3 kennarar frá Belgíu. Heimsóknin var á vegum Erasmus+. Gestirnir voru að mestu með nemendum 5. bekkjar en fengu einnig að kynnast smiðjum, vali og íþróttum. Valgerður og Azfar voru tengiliðir verkefnisins og sáu um allt skipulag því tengdu. Það er óhætt að segja Belgarnir hafi verið ánægðir með heimsóknina en þeim þótti mikið til skólans okkar koma og munu eflaust nýta sér sitthvað sem þau sáu í sinni kennslu og námi. Ótrúlega skemmtileg heimsókn sem nemendur 5. bekkjar munu eflaust seint gleyma.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað