Heil og sæl.
Eins og flestir vita hafa stjórnvöld boðað hertar sóttvarnaráðstafanir um land allt frá og með 31. október, sem er í dag.
Nú um helgina er verið að vinna reglugerð sem snýr að skólastarfi. Við bíðum eftir að fá hana í hendur svo við getum farið að skipuleggja framhaldið hjá okkur. Við látum vita um leið það liggur fyrir.
Við hvetjum ykkur til að skoða heimasíðu skólans, hér eru komnar inn nýjar myndir og myndbönd sem gaman er að skoða.
Með bestu kveðjum,
stjórnendur
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað