Eins og flest vita hefur Grunnskólinn á Hellu hafið innleiðingu á uppeldisstefnunni Jákvæður agi.
Ein af áherslum jákvæðs aga er að hvetja nemendur til að leysa sjálfir úr ágreiningi. Hver umsjónarkennari vinnur að innleiðingunni með sínum umsjónarbekk en í þeirri vinnu hafa nemendur meðal annars útbúið lausnahjól.
Innleiðingarferlið hefur verið mjög skemmtilegt og eru kennarar sammála um að vinna sé nú þegar farin að skila sér.
Á meðfylgjandi mynd má sjá lausnahjól 5. bekkjar.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað