Jólafatadagur og hópsöngur

 

Í dag þann 1. desember, sem er jafnframt dagur íslenskrar tónlistar, tók Helluskóli þátt ásamt mörgum öðrum skólum á landinu í fjöldasöng. Klukkan 10:00 í morgun komum við öll saman í kringlu skólans og sungum lagið það vantar spýtur og lögðum okkar að mörkum í því að reyna að slá Íslandsmet í fjöldasöng. Söngurinn var tekinn upp og margar skemmtilegar myndir voru teknar. Það var ótrúlega gaman að sjá öll klædd í jólaföt og syngja saman þetta skemmtilega lag. Við nýttum að sjálfsögðu tækifærið og tókum tvö jólalög í kjölfarið og fögnuðum því að desembermánuður væri genginn í garð.

Hér má sjá myndir frá deginum