Í dag þann 1. desember, sem er jafnframt dagur íslenskrar tónlistar, tók Helluskóli þátt ásamt mörgum öðrum skólum á landinu í fjöldasöng. Klukkan 10:00 í morgun komum við öll saman í kringlu skólans og sungum lagið það vantar spýtur og lögðum okkar að mörkum í því að reyna að slá Íslandsmet í fjöldasöng. Söngurinn var tekinn upp og margar skemmtilegar myndir voru teknar. Það var ótrúlega gaman að sjá öll klædd í jólaföt og syngja saman þetta skemmtilega lag. Við nýttum að sjálfsögðu tækifærið og tókum tvö jólalög í kjölfarið og fögnuðum því að desembermánuður væri genginn í garð.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað