Kæru foreldrar og forráðamenn
Þar sem við erum stöðugt að vinna með það að gera lestrarumhverfi nemenda okkar hvetjandi og spennandi þá ætlum við að bjóða öllum nemendum skólans að taka þátt í jólalestrarbingói sem Birta á bókasafninu hefur útbúið. Hver nemandi fær jólalestrarbingóblað með sér heim fyrir jólafrí en aftan á því eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig jólabingóið virkar svo öll geta tekið þátt.
Eftir jólafrí verður gerð frétt hérna á heimasíðunni um bingóið þar sem mun koma fram hversu margir tóku þátt og hvernig til tókst. Gaman væri ef þið mynduð taka þátt í þessu með börnum ykkar, jafnvel prenta út fleiri eintök fyrir alla á heimilinu og vera þannig góðar lestrarfyrirmyndir.
Lestur er bestur sama hversu gömul við verðum. Með von um góða þátttöku :)
Hér er Jólalestrarbingóið fyrir þau sem vilja skoða eða prenta út fleiri eintök.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað