Kakókot ein skemmtilegasta hefð skólans

Ávallt er mikil leynd yfir því hvenær nemendur skólans frá boð frá Lovísu í heitt súkkulaði og piparkökur í Kakókoti, Það var í síðustu viku sem hún mætti óvænt í tvo bekki á dag og bauð til sín. Mikil jólastemning og notalegheit einkenndu Kakókot eins og þekkt er orðið. Þessi hefð hefur verið við skólann okkar í tæp 20 ár og er eitt það eftirminnilegasta sem útskrifaðir nemendur minnast á þegar þeir eru spurðir út í grunnskólagönguna. 

Á meðfylgjandi mynd eru þær mæðgur Lovísa og Anna María sem héldu utan um Kakókot í ár :)

Hér má sjá kakókot 2024 í myndum.