Ávallt er mikil leynd yfir því hvenær nemendur skólans frá boð frá Lovísu í heitt súkkulaði og piparkökur í Kakókoti, Það var í síðustu viku sem hún mætti óvænt í tvo bekki á dag og bauð til sín. Mikil jólastemning og notalegheit einkenndu Kakókot eins og þekkt er orðið. Þessi hefð hefur verið við skólann okkar í tæp 20 ár og er eitt það eftirminnilegasta sem útskrifaðir nemendur minnast á þegar þeir eru spurðir út í grunnskólagönguna.
Á meðfylgjandi mynd eru þær mæðgur Lovísa og Anna María sem héldu utan um Kakókot í ár :)
Hér má sjá kakókot 2024 í myndum.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað