Skapandi og hjálpsamir nemendur

Starfsfólk skólans kemur ekki að tómum kofanum þegar leitað er til nemenda með úrlausnir hinna ýmsu verkefna.
Þeir Elvar Máni og Sesar Máni í 6.bekk brugðust snöggt og vel við því að búa til lyklakippu sem sárvantaði á lykil. Lyklakippan var endurunnin úr gallaflík sem hæfir vel þeirri hirslu sem lykillinn gengur að en það er endurvinnsluskápur skólans þar sem finna má allskonar efnivið sem nýttur er í margvísleg verkefni.