Lestrarhestar fá viðurkenningu

Á bókasafni skólans eru alls kyns spennandi bókaklúbbar í boði.

Margir nemendur skólans okkar eru að lesa bækur sem tilheyra þessum bókaklúbbum. Þegar nemandi lýkur við bókaklúbb fær hann fallegt viðurkenningarskjal að launum. 

Þær Helga Björk og Svanhildur Ósk í 4. bekk eru sannkallaðir lestrarhestar og voru þær fyrstar til að ljúka bókaklúbbi. Að lestri loknum var þeim afhent fallegt viðurkenningarskjal en að auki fengu þær spilapassa fyrir sig og bekkinn sinn. Spilapassinn virkar þannig að nemandi ákveður, í samráði við kennara, hvenær sé heppilegt að bjóða bekknum í 30 mínútna spilastund. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru þær afar stoltar og ánægðar.

Við hvetjum alla til að skoða bókaklúbbana sem eru í boði og demba sér í enn meiri lestur því lestur er bestur :)