Í desember var hægt að skrá sig í jólabókaklúbb á bókasafninu okkar. Þegar nemendur höfðu lokið við lestur nokkurra jólabóka fengu þeir mynd af sér í jólakúlu og smákökur að launum. Jólakúlurnar prýddu svo jólatré sem hékk uppi á vegg inni á bókasafni.
Það voru 11 nemendur við skólann og 2 við leikskólann sem kláruðu klúbbinn en það voru þau: Albert Óskar 6. bekk, Halldór Darri 5. bekk, Igor 4. bekk, Wiktor Magnus 4. bekk, Svanhildur Ósk 4. bekk, Þorbjörg Helga 4. bekk, Agata 3. bekk, Ísabella Björk 3.bekk, Sóldís Kara 2. bekk, Vilhelm Bjartur 2. bekk, Birkir Hrafn 1. bekk og bræðurnir Pétur Jökull og Óðinn Hugi (á myndina vantar Pétur Jökul).
Á meðfylgjandi mynd má sjá jólakúlurnar á jólatrénu.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað