Umsjónarkennari 2. bekkjar lagði fyrir könnun þar sem skoðuð var líðan nemenda gagnvart lestri.
Niðurstöður sýna að almennt líður nemendum vel gagnvart lestri.
Allir nemendur 2. bekkjar eru mjög eða nokkuð glaðir þegar þeir fá lánaðar bækur á bókasafninu.
80-90% nemenda eru mjög eða nokkuð glaðir þegar lesið er fyrir þá, þegar þeir byrja á nýrri bók og ef einhver spyr þá hvort þeir hafi lesið mikið.
70% nemenda eru mjög eða nokkuð ánægðir þegar þeir lesa teiknimyndasögur.
60-65% nemenda eru mjög eða nokkuð glaðir með að lesa sjálfir, lesa upphátt í skólanum, vinna lestrarverkefni eða lesa dagblöð.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað