Lið skólahreystis 2025

Í dag, þann 10. apríl, hélt skólinn úrtöku fyrir undankeppni Skólahreystis. Í skólahreystivali eru öflugir íþróttakrakkar svo keppnin var ansi hörð en drengileg að sjálfsögðu. Í ár var fyrirkomulagið þannig að við héldum úrtökuna á skólatíma og allir nemendur miðstigs og unglingastigs voru í salnum svo það var gríðarleg stemmning.

Í upphýfingum og dýfum kepptu þeir:

  • Indriði 10. bekk   Upphýfingar 45 stk, dýfur 50 stk
  • Ómar 10. bekk   Upphýfingar 24 stk, dýfur 25 stk
  • Gísli 10. bekk   Upphýfingar 12 stk, dýfur 18 stk
  • Viðar 8. bekk   Upphýfingar 17 stk, dýfur 25 stk
  • Gino 8. bekk   Upphýfingar 21 stk, dýfur 26 stk

Í armbeygjum og höngu kepptu þær:

  • Unnur Edda 10. bekk   Armbeygjur 25 stk, hanga 2 min 12 sek
  • Julia 10. bekk   Armbeygjur 21 stk, hanga 54 sek
  • Sandra 9. bekk   Armbeygjur 19 stk, hanga 55 sek
  • Hafdís 8. bekk   Armbeygjur 30 stk, hanga 2 mín 47 sek

Hraðabraut strákar:

  • Mikael 10. bekk 1 mín, 8 sek
  • Ómar 10. bekk 1 mín, 14 sek
  • Gísli 10. bekk 1 mín, 14 sek
  • Gino 8. bekk 1 mín, 15 sek
  • Aron 8. bekk 1 mín, 21 sek

Hraðabraut stelpur:

  • Unnur Edda 10. bekk 1 mín, 17 sek
  • Julia 10. bekk 1 mín, 20 sek
  • Hafdís 1 mín, 19 sek

Skólahreystilið Helluskóla árið 2025

  • Indiriði Dagur --> Upphífingar og dýfur
  • Hafdís Laufey --> Armbeygjur og hanga
  • Mikael Máni --> hraðabraut
  • Unnur Edda --> hraðabraut
  • Ómar Azfar --> varamaður
  • Julia --> varamaður

Innilega til hamingju með ykkur krakkar, hér má sjá myndir frá úrtökunni