Listahátíðin er eitt af samstarfsverkefnum skólanna þriggja í Rangárþingi ytra og eystra, Helluskóla, Laugalandsskóla og Hvolsskóla. Skólarnir skiptast á að halda hátíðina en í ár var hún haldin hér á Hellu miðvikudaginn 12. febrúar. Þrír elstu bekkir skólanna koma saman og vinna á listasmiðjum í blönduðum hópum. Nemendur velja sér tvær smiðjur og vinna í 50 mín á hvorri stöð. Þetta árið var boðið upp á tálgun, skák, leiklist, hár og förðun, brauðtertuskreytingar, tónlist o.fl. Að smiðjum loknum voru nemendum boðnar veitingar í íþróttahúsinu. Listahátíðin er skemmtilegt uppbort frá daglegu skólastarfi þar sem nemendur og starfsfólk skólanna þriggja fá tækifæri til þess að kynnast og eiga saman góða stund.
Hér má sjá myndir frá Listahátíðinni
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað