Lögregluheimsókn

Nemendur í 8. og 9. bekk fengu heimsókn frá lögreglunni á Suðurlandi í síðustu viku. 
Enginn var handtekin en þrjár galvaskar lögreglukonur komu í skólann og fræddu krakkana um hlutverk og starf lögreglunnar og  ýmislegt sem ungmenni þurfa að vita og kunna að bera ábyrgð á. Meðal annars var fjallað um sakhæfisaldur, sakaskrá, sakavottorð, reglur um vespur, rafskutlur og létt bifhjól, hjálmanotkun, bílprófsaldur og hraðatakmarkanir. Lögreglukonurnar lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að virða lögin í landinu og brjóta þau ekki því að þau eiga að vernda okkur og koma í veg fyrir slys. Það var líka fjallað um ýmsar tegundir ofbeldis, stafrænt, andlegt, líkamlegt og svo heimilisofbeldi. Minnt var á neyðar - tilkynningarnúmerið 1-1-2.
Krakkarnir komu með margar gagnlegar spurningar, góð innlegg og nemendur fengu að prófa handjárn í lokin.
 
Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni