Matarsóun

Krakkarnir í grænfánanefndinni tóku sig til í síðustu viku og mældu matarafganga í mötuneytinu þá vikuna. Þeir kynntu síðan niðurstöðurnar fyrir öllum bekkjum skólans í gær, þriðjudaginn 21. janúar. Fram kom að við erum að standa okkur nokkuð vel í þessum efnum en alltaf er hægt að gera gott betra.