Það er óhætt að segja að það sé mikil og góð stemmning fyrir skólahreysti í skólanum okkar.
Nemendur í skólahreystivali eru duglegir að æfa sig bæði í skólahreystitímum en einnig í frítíma sínum. Hver og einn nemandi skráir árangur sinn í sameiginlegt skjal og heldur þannig utan um bætingar og árangur. Það er virkilega gaman að fylgjast með framförum hvers og eins og samheldnin í hópnum er frábær.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er verið að prufa hinar ýmsu leiðir til að auka úthald í hreystigreip.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað