Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur, hvort sem þeir eru gangandi eða hjólandi, illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Notkun endurskinsmerkja er því mjög mikilvæg þegar skammdegið skellur á. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða. Allir ættu að nota endurskinsmerki, jafnt börn sem fullorðnir. Mikilvægt er að foreldrar noti endurskinsmerki til þess að sýna börnum sínum gott fordæmi.
Systurnar Eyrún Halla 2. bekk og Anna Guðbjörg 3. bekk komu færandi hendi í skólann mánudaginn 6. nóvember síðastliðinn og gáfu öllum nemendum 1. - 3. bekkjar endurskinsmerki að gjöf.
Við þökkum þeim systrum kærlega fyrir höfðinglega gjöf og hvetjum alla til þess að nota endurskinsmerki.
Á meðfylgjandi mynd er Eyrún Halla með eitt endurskinsmerkjanna sem þær systur gáfu.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað