Mikilvægar upplýsingar vegna Bæjarhellu í næstu viku

Hér koma nokkrar mikilvægar upplýsingar vegna Bæjarhelluhátíðarinnar í næstu viku.

Hvað varðar útvarpsútsendingar í næstu viku þá verður krakkaútvarpið með nýju sniði. Undanfarin ár hefur krakkaútvarpinu verið þannig háttað að hver árgangur hefur komið saman í útvarpið. Að þessu sinni verður þetta með þeim hætti að starfsstöðvar koma saman í útsendingu. Þannig að barn sem vinnur hjá jólapunti mun koma í útvarpið með öllum hinum nemendum þeirra stöðvar. Skipulag krakkaútvarps má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.

Hátíðin er fimmtudaginn 19. desember og byrjar með helgileik og söng klukkan 17:00. Það er mikilvægt að aðstandendur mæti tímanlega til að atriðið fái að njóta sín án truflana. Að atriðum loknum opna bankinn og markaðurinn. Bankinn verður staðsettur uppi í anddyrinu og verða nokkrir gjaldkerar að störfum. Gott er að fólk mæti með reiðufé svo afgreiðslan gangi hraðar fyrir sig. Það verður einnig posi á staðnum.

Það verða sæti fyrir yngstu börnin og elsta fólkið á meðan helgileik stendur. Nóg af sætum verður á kaffihúsinu eftir að markaður opnar. 

Sjáumst öll hress og kát, sýnum náungakærleika og njótum saman.

Samantekt: 

  • Mæta tímanlega
  • Banki opnar EFTIR helgileik (mikilvægt að virða þetta)
  • Sjá skipulag fyrir útvarp á meðfylgjandi mynd