Morgunsöngur

Fyrsti gangasöngur skólaársins var sl. föstudag, 30. ágúst. Nemendur í 1.-4. bekk tóku þátt og stjórnaði Valgerður Sigurðardóttir kennari honum af mikilli röggsemi. Gleði skein úr hverju andliti og höfðu nemendur bæði gagn og gaman af.