Það hefur heldur betur mikið verið í gangi í skólanum okkar undanfarið.
Haustferð miðstigs var farin 25. september. Miðstigið fór á Skógarsafn þar sem forvitnir og áhugsamir nemendur fengu að skoða alla þá gömlu muni sem þar leynast. Að lokinni safnaferð gengu nemendur að Skógarfossi og loks að Kvernufossi. Mjög vel heppnuð ferð og veðrið gott.
Kaffiboð unglingastigs var haldið þann 8. október en þann dag bauð unglingastigið öllu starfsfólki skólans upp á veitingar milli klukkan 9:30 - 9:50. Um kvöldið var svo Nýnemaball þar sem 8.bekkingar voru vígðir inn á unglingastigið. Eftir vígsluna var sungið og dansað fram á kvöld.
Nemendaþing var haldið miðvikudaginn 16. október en meira um það síðar.
Endilega kíkið á myndirnar sem leynast í hlekkjunum hér að ofan.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað