Nýjung í söngstund!

Í ár var ákveðið að brydda upp á söngstundina okkar góðu með hljóðfærakynningum frá nemendum. 

Fyrst til að mæta voru Ómar Azfar og Ída María en þau kynntu fyrir börnunum strengjahlóðfærin selló og fiðlu. 

Allir hlustuðu af mikilli athygli og sumir spurðu spurninga. 

Það er óhætt að segja að þessi nýjung hafi heppnast sérlega vel! 

Framundan munu koma nemendur á allskonar hljóðfæri; trommur, harmonikka, þverflauta o.fl. o.fl.