Nú í dag var nýtt leiksvæði yngsta stigs tekið í notkun. Það var ekki annað að sjá en spenningurinn væri mikill og ánægjan leyndi sér ekki. Á leiksvæðinu eru nú fjórar rólur og sandkassi en kastali og klifurgrind eru einnig á skipulaginu fyrir þetta svæði og eru væntanleg fyrir áramót. Óvænt ánægja var svo á meðal nokkurra nemenda sem fundu kuðunga í mölinni og var ljóst að þeim gullgreftri var hvergi nærri lokið.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað