Í dag mánudaginn 13. janúar komu Dóra kokkur, Bergþóra og Brigitta nemendum og starfsfólki skemmtilega á óvart þegar þær buðu upp á ábrysti með kanilsykri og rjóma í eftirrétt.
Nemendur tóku hraustlega til matar síns og borðuðu ábrystir með bestu lyst.
Broddmjólkin var fengin hjá Guðna Guðjónssyni bónda á Helluvaði.
En hvað er ábrystir?
Ábrystir er fyrsta mjólkin sem kemur frá kúnni eftir burð. Broddmjólkin er misþykk, þykkust fyrsta sólarhringinn eftir burð og þá er hún yfirleitt blönduð með nýmjólk til helminga eða meira við eldun, þynnri á öðrum degi og þá er hún minna blönduð og yfirleitt þarf ekki að blanda brodd sem mjólkaður er á þriðja degi eftir burð. Þegar broddurinn er hitaður, þá ystir hann og verður stífur. Ekki er hægt að hræra í broddinum, því er hann settur í skál, sem aftur fer ofan í stærri pott með vatni í og soðinn, þannig er komið í veg fyrir að hann brenni við. Með aukinni tækni hefur eldamennska einfaldast og nú er hægt að sjóða hann í ofni eða örbylgjuofni. Ábrystir eru ýmist borðaðar heitar, volgar eða kaldar.
Takk fyrir okkur Guðni á Helluvaði og takk fyrir okkur Dóra, Bergþóra og Brigitta
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað