Það er ýmislegt brallað á skóladagheimilinu okkar frá degi til dags og mikilvæg kennsla sem fer þar fram. Börnin eru mörg og öll hafa þau mismunandi áhugamál. Sum vilja púsla eða spila, önnur leika í bílum eða kubbum og enn önnur vilja prjóna. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ástu okkar kenna þeim Emilíu Rún og Fanneyju Birnu að prjóna.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað