Rauð viðvörun og ekkert ferðaveður

Rétt er að ítreka að enn er að koma rauð viðvörun sem verður í gildi fram að hádegi. Almannavarnir og lögregla hvetja fólk til að vera heima og er skólinn því eingöngu opinn fyrir þá sem nauðsynlega þurfa.

Beðið er þá sem ætla að senda börnin sín í skólann um að senda tölvupóst á grhella@grhella.is og láta vita svo hægt sé að gera ráðstafanir miðað við fjölda.