Í vetur hafa nemendur 4. bekkjar sinnt samlestri. Samlesturinn er hugsaður í staðinn fyrir að einn og einn nemandi lesi upphátt fyrir kennara eða stuðningsfulltrúa. Nemendur vinna tveir og tveir saman og einn les á meðan hinn fylgist með og leiðréttir. Eftir nokkrar mínútur skipta nemendur um hlutverk. Kennari og stuðningsfulltrúi rölta á milli, leiðbeina og hlusta á nemendur. Ávinningurinn af þessu fyrirkomulagi er meðal annars sá að nemendur fá að lesa í lengri tíma í senn, lesa oftar upphátt yfir vikuna í skólanum, kennari og stuðningsfulltrúi ná að hlusta á fleiri nemendur á styttri tíma og síðan en ekki síst þá þykir nemendum þetta mjög skemmtilegt.
Hér má sjá fleiri myndir úr þessu skemmtilega og vel heppnaða lestrarverkefni: Lesið fyrir hvert annað
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað