SamSafn er nýjung á bókasafninu í vetur. SamSafn er samvera, fræðslu- og umræðuvettvangur fyrir unglingastig í hádeginu annan hvern fimmtudag frá 12:35-12:55 fyrir þá sem vilja. Ákveðið efni er til umræðu hverju sinni. SamSafnið hefur farið vel af stað. Þann 19.september spjallaði Steini Darri um NBA við nokkra öfluga körfuboltastráka, þann 3. október mættu ellefu galvaskar stelpur og ræddu við Birtu um samfélagsmiðla. Næsta SamSafn verður 17.október og þá verður Heilsa og útlit á dagskrá. Síðan ætlar Kristinn Ingi að spjalla um Mótorkross þann 31.október, Ragnheiður fræðir okkur um lesblindu og gefur góð ráð þann 14.nóvember og Eydís Hrönn talar um getnaðarvarnir þann 28.nóvember. Hvetjum alla til að mæta á SamSafn!
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað