Samstarf Grunnskólans Hellu og Hótel Rangár


Undanfarin 6 ár hafa nemendur Grunnskólans Hellu saumað jólapoka fyrir Hótel Rangá sem hengdir eru utan á hurðir hótelherbergjanna á aðventunni. Á móti hefur hótelið fært skólanum veglegar gjafir. Á meðfylgjandi mynd sést hvar Harpa Jónsdóttir gæðastjóri Hótel Rangár afhendir Önnu Guðlaugu Albertsdóttur textilkennara tvær saumvélar sem eiga eftir að nýtast vel í skólastarfinu.
Gaman er að segja frá því að jólapokarnir eru saumaðir upp úr rúmfötum, sem hætt er að nota á Hótel Rangá. Grunnskólinn Hellu er Grænfánaskóli og er afar ánægjulegt að fá að leggja okkar að mörkum við endurnýtingu með þessum hætti.