Símaleysið lítur vel út!

Eins og flest vita, var fyrir skemmstu tekið fyrir notkun síma á skólatíma. Það er óhætt að segja að breytingin sem átt hefur sér stað í frímínútum sé mögnuð. Unglingarnir okkar tala saman, spila á spil, hlusta á tónlist og púsla svo fátt eitt sé nefnt.

Áfram símalaus Helluskóli!

 -EH