Í síðustu viku kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimssókn í skólann. Hann var með fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu, fyrir nemendur í 10. bekk. Það er hvatningarfyrirlestur þar sem hann brýnir fyrir nemendum að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram, gera góðverk, sinna litlu hlutunum daglega og setja sér markmið. Þá bauð hann nemendum á miðstigi upp á fyrirlesturinn Tendrum ljós fyrir lestri. Þar kynnti hann bækurnar sínar, hvatti nemendur til að nýta bókasafnið sem mest og lesa meira til að öðlast ríkari orðaforða og meira sjálfstraust. Það er alltaf gaman að fá Þorgrím Þráinsson í heimsókn með sína frábæru fyrirlestra.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað