Skemmtileg verkefni á bókasafni

Í liðinni viku prófuðu nemendur 3. bekkjar „Breakout“ í bókasafnstíma hjá Birtu. Vikuna á undan hafði hún lesið bókina um Barbapabba og Barbamömmu sem eru þeim töfrum gædd að geta breytt sér í hvað sem er. Í þessum tíma kom í ljós að á þessari viku sem liðið hafði höfðu þau misst máttinn og þurftu nemendurnir að hjálpast að við að leysa þrautir, opna lása að læstum kistlum til að komast nær lausinni og bjarga töframætti Barbamömmu og -pabba. Samvinna barnanna var frábær og leystu þau verkefnin nokkuð örugglega og með samvinnu og þrautseigju tókst þeim að lokum að bjarga töfrunum. Nemendurnir voru sammála því að þetta hefði verið mjög skemmtilegt verkefni og vildu ólm fara í svona aftur sem allra fyrst.

Hér má sjá myndir frá tímanum