Skemmtilegt verkefni í 6. bekk

6.b. hefur meðal annars verið að vinna með lýsingarorð og fallbeygingu eftir áramót. Eitt af verkefnunum var að búa til lýsingarorðaspil og úr varð mjög flott spil.
Annað verkefni var að búa til lag og texta um fallbeygingu. Haldin var keppni og voru þau Kristín, Ástþór og Björk dómarar. Vinningslagið má heyra hér. Við vorum svo heppin að Olís gaf okkur þrjú spil í vinning sem sigurliðið deilir með bekkjarfélögunum sínum. Í lokin fengu allir þátttakendur frostpinna.

Nemendur sigurhópsins voru þau: Sesar, Ronja, Þór og Alex

Hér má sjá nokkrar myndir af hópnum

Hér eru tveir textar sem voru samdir:

Til í fall 

Núna lærum við um föllin hér er, um, frá og til 

Ég er til í fall svo hvað á ég að útskýra 

Ég seigi það aftur…. 

Já einu sinni enn …. 

Hér er ,um ,frá ,til!!!!! 

Ég er til í allt farið þið frá, 

 allt í einu  bannað að fallbeyga strá  

Vó, látum okkur sjá þetta er lagið um fallbeyginguna 

Ég er til í, til í , til í fall, til í fall!!! 

( Aha, aha.) Ég er til í, til í, til í fall, til í fall!!! 

Mm  6.bekkur, þurfti að gúgla hvernig maður fallbeygir smekkur.  

Nefnifall, þolfall, þágufall og svo er líka eignarfall. 

Fallbeyging á flakk

Fallbeyging fer á fullt flakk.
Ég skil það er svona sem við vinnum.
þetta er lykilatriði í tungumálum við finnum.
Hér er nefnifall um þolfall frá þágufalli til eignarfalls.
Nú ætlum við að sýna ykkur fallbeygingu.  

Hér er góður maður.           Nú í fleirtölu 

Um góðan mann.                Hér eru góðir menn. 

Frá góðum manni.              Um góða menn. 

Til góðs manns.                   Frá góðum mönnum  

                                              Til góðra manna 

Hér er vondur maður   Hér eru vondir menn 

Um vondan mann         Um vonda menn 

Frá vondum manni       Frá vondum mönnum 

Til vonds manns             Til vondra manna