Skólahald í dag

Sæl öll.
Nú er aldeilis skollinn á vetur!

Það er vitlaust veður úti og munu skólabílar ekki aka. Skólinn verður opinn og er foreldrum í sjálfsvald sett hvort börnin þeirra mæta eða ekki. Ef þau mæta er afar mikilvægt að þeim sé fylgt alla leið inn í skóla.
Unglingar ganga inn um miðstigsinngang.
Við tökum stöðuna varðandi jólahátíðina á eftir og sendum þá út annan póst vegna hennar.

Bestu kveðjur,
stjórnendur